Sjómannadagur 2024

Sjómannadagur 2024 - Athugið.
Glerárkirkja er sjómannakirkja og sjómannadagurinn hefur verið mikilvægur messudagur í þorpinu í áratugi.
Við höfum verið að byggja upp meira samstarf milli kirknanna í bænum undanfarin ár og sjómannadagsmessan er ein af stundunum sem við ætlum að skiptast á halda utan um.
Í fyrra var sjómannadagsmessan okkar megin, í ár verður hún í Akureyrarkirkju.
Þessu fylgir að þau ár sem messan er Akureyrarkirkjumegin verður minningarstundin eftir messu uppi í kirkjugarði, í minningarreitnum austanmegin í garðinum.
Við hvetjum ykkur til að koma saman til fjölmennrar og góðrar sjómannadagsmessu í Akureyrarkirkju núna á sunnudaginn.