Síðasti opni tólf spora fundurinn í kvöld

12 spora fundir í Glerárkirkju verða á mánudögum kl. 19:30 í vetur. Fyrsti fundur var mánudagskvöldið 17. september. Í kvöld, 1. október kl. 20:00 er komið að þriðja og síðasta svokallaða opna kvöldi þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér starfið. Frá og með fjórða kvöldi geta engir nýir bæst í hópinn, því frá þeim tíma er unnið í lokuðum sjálfshjálparhópum. Nánar má fræðast um Tólf spora starfið á vefsíðunni Vinir í bata eða með því að hringja í umsjónarfólk starfsins í Glerárkirkju:

Hafdís 865 5296 (vinsamlegast hringið á virkum degi milli 17:00 og 19:00)
Haddý 821 3910 (vinsamlegast hringið á virkum degi milli 17:00 og 19:00)
Rósa 848 6440 (vinsamlegast hringið á virkum degi milli 17:00 og 19:00)

Tólf spora vinna hentar öllum þeim sem í einlægni vilja dýpka sínar tilfinningar og öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu.

Vinnubókin - Tólf sporin - Andlegt  ferðalag ásamt hjálparbókunum: Hugleiðingar um Tólf sporin og Bænir fyrir Tólf sporin fást í Kirkjuhúsinu á Laugavegi, Litla húsinu á Akureyri (opið virka daga frá 16:00 til 18:00) og mörgum  bókabúðum. Skálholtsútgáfan sér um dreifingu og prentun.