Síðasta kvöldmessa sumarsins

Kvöldmessa verður sunnudagskvöldið 4. september kl. 20:30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar, félagar úr Kór Glerárkirkju leiða almennan söng. Molasopi er í boði eftir messu. Allir velkomnir. Þetta er síðasta kvöldmessa sumarsins, sunnudaginn 11. september munum við breyta yfir í vetrartakt með messu kl. 11.