Samtal um þjóðgildin og kristna siðfræði

Eru þjóðgildin bara orðin tóm? Eiga þau erindi til okkar? Hvaða máli skipta þau? Hvernig tengjast hefðir og siðir í landinu tilvist okkar og framtíðarsýn? Þessar og fleiri spurningar verða ræddar á umræðukvöldum í Glerárkirkju sem hefjast 7. febrúar næstkomandi með framsögu Gunnars Hersveins, en umræðukvöldin eru byggð á bók hans Þjóðgildin.

Um umræðukvöldin

Áratugalöng hefð er fyrir því að Eyjafjarðarprófastsdæmi í samstarfi við Glerárkirkju á Akureyri skipuleggi umræðu og fræðslukvöld sem haldin eru í Glerárkirkju yfir vetrarmánuðina. Næsta lota verður í febrúar og mars. Þar á að ræða um þjóðgildin og efna til samtals milli samfélags og kirkju um þau. Bók Gunnars Hersveins Þjóðgildin verður lögð til grundvallar umræðunni og verður hann gestafyrirlesari fyrsta mánudaginn 7. febrúar.

Hvert kvöld hefst klukkan 20:00 í kirkjunni með helgistund. Hluti helgistundarinnar er umfjöllun um ákveðinn biblíutexta sem þykir kallast á við þema kvöldsins. Fyrir hálf níu er farið inn í safnaðarsalinn. Þar er þá komið að erindi viðkomandi fulltrúa stjórnmálaflokks (30 mínútur). Klukkan níu er boðið upp á kaffi og meðlæti og síðan sest niður við umræður þar sem þátttakendum er boðið að tjá sig og spyrja spurninga undir handleiðslu umræðustjórnenda. Kvöldinu lýkur rétt fyrir klukkan tíu með stuttri kvöldbæn.

Upplýsingar í símum 464 8800 og 462 6702
VELDU ÞÉR KVÖLD EÐA KOMDU Á ÖLL: Engin skráning - þátttaka ókeypis – allir velkomnir!

Ítarefni og til undirbúnings umræðunum.