Samskiptanámskeiðið ,,Ást fyrir lífið

Samskiptanámskeiðið Ást fyrir lífið er ætlað fólki á öllum aldri sem vill leggja vinnu í samband við maka og aðra meðlimi fjölskyldunnar. Sunnudaginn 23. janúar verður boðið upp á námskeiðið í Glerárkirkju.

Sífellt fleiri einstaklingar velja að leggja vinnu í samband sitt við maka og aðra meðlimi fjölskyldunnar. Hér er á ferðinni námskeið sem getur nýst hverjum þeim sem vill halda áfram slíkri vinnu. Stuðst er við bókina Ást fyrir lífið og bent á hvernig nota megi þá bók sem sjálfshjálpartæki í þeirri vinnu og því sjálfsnámi sem felst í því að bæta eigin samskipti. Bókinni hefur verið tekið vel erlendis, meðal annars í Bandaríkjunum og Þýskalandi en alls hefur bókin nú selst í þremur milljón eintökum og verið þýdd á 23 tungumál.

Námskeiðið verður haldið á eftirfarandi stöðum:

  • 23. janúar 2011: Glerárkirkju, Akureyri
  • 30. janúar 2011: Húsavíkurkirkju
  • 13. febrúar 2011: Þórshafnarkirkju (Langanesprestakall)
  • 20. febrúar 2011: Ólafsfjarðarkirkju

Hvert námskeið hefst að messu lokinni kl. 12:00 með léttum hádegisverði. Fyrirlestur hefst kl. 12:30. Námskeiðinu lýkur kl. 15:00.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er þýðandi bókarinnar, Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju.

Námskeiðið kostar aðeins 5.000 kr. á mann og er Hjónabandsbókin Ást fyrir lífið innifalin. Skráning fer fram á netfangið petur@glerarkirkja.is

ATH: Námskeiðið er í fyrirlestraformi og verða þátttakendur ekki beðnir um að tjá sig um ástæðu þess að þeir sækja námskeiðið né um hvernig þeirra samskipti ganga.