Samræðukvöld um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann

Áhugafólk um kristni og samfélag er hvatt til að taka miðvikudagskvöldin í október og nóvember frá. Á hverju miðvikudagskvöldi þá tvo mánuði verða samræðukvöld í Glerárkirkju í samstarfi við Eyjafjarðarprófastsdæmi um trúna á Krist, guðspjöllin og nútímann. Í umræðu kvöldanna verður meðal annars stuðst við bók páfa ,,Jesús frá Nasaret" Þessa dagana er unnið að undirbúningi og munu frekari auglýsingar birtast hér á vefnum fljótlega sem og á vef prófastsdæmisins. En hér stutt yfirlit:
  • 5. október kl. 20:00. Sagan og raunveruleikinn
  • 12. október kl. 20:00. Kirkjan og guðfræðin
  • 19. október kl. 20:00. Leikhúsið og helgihaldið
  • 26. október kl. 20:00. Bókmenntir og listir
  • 2. nóvember kl. 20:00. Menning og samfélag
  • 9. nóvember kl. 20:00. Heimspeki og þekking
  • 16. nóvember kl. 20:00. Samfélag og siðfræði
  • 23. nóvember kl. 20:00. Jesús Kristur, sannur maður, sannur Guð?
Nánari upplýsingar gefa umsjónarmenn kvöldanna þeir sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur (462 6701) og Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju (464 8807).