SAMKIRKJULEG SAMKOMA Á VEFNUM FRÁ GLERÁRKIRKJU 23. JAN. KL. 11

Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar 18.-25. janúar var haldin netleiðis 2022. Samkoma bænavikunnar frá Akureyri birtist hér 23. jan. kl. 11 send út frá Glerárkikju þar sem fulltrúar safnaðanna á Akureyri sem tóku þátt. Efnið var undirbúið að þessu sinni í Mið-Austusrlöndum og byggði á jólaguðspjalli þrettándans um komu vitringanna. Fulltrúar frá hjálpræðihernum sungu, þau Rannvá Olsen og Sigurður Ingimarsson. Herdís Helgadóttir tók viðtal við Ghasoub Abed sem snérist frá Islam til kristinnar trúar í skóla Aðventista en hann er frá Mið-Austulöndum. Jóhanna Sólrún Norðfjörð frá Hvítasunnukirkjunni flutti hugvekju. Margrét Árnadóttir, söngkona, Petra Björk Pálsdóttir og Valmar Väljaots organistar fluttu nýlega sálmaþýðigar eftir Guðmund Guðmundson, en þau starfa í Þjóðkirkjunni. Lesarar voru Hulda Björnsdóttir frá Aðventistum, Elín Kjaran frá Hjálpræðishernum, Ásdís Jóhannsdóttir frá Hvítasunnukirkjunni og Sindri Geir Óskarsson frá Þjóðkirkjunni. Njótið vel.