Safnaðarblað komið út

Hér má lesa safnaðarblað kirkjunnar - tengill

Nú í byrjun desember gáfum við út Safnaðarblað kirkjunnar. Þetta er 35. árgangur blaðsins og ákváðum við í kirkjunni að breyta bæði útliti og efnistökum blaðsins. Safnaðarblað kirkjunnar er borið út í hvert hús hér í þorpinu og í þessu blaði má lesa um starf kirkjunnar og þær áskoranir sem við höfum mætt vegna Covid, við fáum góð og nærandi orð frá prestunum okkar og frá Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Þá er opnuviðtal við Snorra Guðvarðsson og Kristjönu Agnarsdóttur sem komið hafa að viðhaldi Lögmannshlíðarkirkju undanfarinn áratug, en kirkjan okkar góða fagnaði 160 ára afmæli nú fyrsta sunnudag í aðventu.

Í blaðinu er líka fjallað um leiðir til að rækta trúarlífið í hversdeginum svo þarna má finna fjölbreytt efni sem gott er að líta á.

Sindri Geir sóknarprestur setti blaðið upp og bjó það til prentunar, sóknarnefndarfólkið Jóhann Þorsteinsson, Sigríður Halldórsdóttir og Agnes Tulinius skipuðu ritnefnd og sáu um yfirlestur.

Við sendum þakkir til allra sem komu að útgáfu blaðsins og vonum að samfélagið hér í þorpinu njóti blaðsins.