Erindi um guðspjöllin á fræðslukvöldi 15. okt.

Á næsta fræðslukvöldi flytur sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, erindi um Markúsar- og Matteusarguðspjall: Brúin milli Gamla- og Nýjatestmentisins. Fyrirlestraröðin hófst með áhugaverðu erindi dr. Clarence Glads um Nýja testamentið og vanda túlkunarinnar sem hægt er að hlusta á hér á netinu innan skamms. Þann 22. október heldur svo sr. Sigríður Munda Jónsdóttir áfram með umfjöllun um samstofna guðspjöllin Markús og Lúkas undir yfirskriftinni: Vinur hinna vinasnauðu. Þessi kvöld gefa fólki tækifæri til að ræða um helgirit kristninnar og eru í Glerárkirkju á miðvikudögum í okt. og nóv. kl. 20-22.