Opinn kynningarfundur - æskulýðsstarfið og erlent tengslanet sjálfboðaliðasamtaka

Katharina, Susi, Yvonne, Martin, Eva, Christina, Jule, Maike, Klaudia og Marta voru öll sjálfboðaliðar í hálft ár eða lengur í Glerárkirkju, á Krógabóli, Sunnubóli eða Síðuseli. Á árunum 2006 til 2011 komu þau frá heimili sínu erlendis og dvöldu með okkur. Fyrir það erum við þakklát. Nú eru þau aftur í heimsókn hjá okkur því við viljum leggja mat á verkefnið og gera gott æskulýðsstarf enn betra. Sunnudaginn 19. febrúar er sérstök kynningardagskrá:

Opinn kynningarfundur

Sunnudaginn 19. febrúar kl. 14:00 til 16:00


Á bak við hvern sjálfboðaliða sem kemur og tekur þátt í sjálfboðaliðaverkefni á vettvangi Evrópu Unga Fólksins eru svokölluð sendisamtök (SO). Þau hvetja ungt fólk á sínu starfssvæði til þess að kynna sér hvað EVS, þ.e. European Voluntary Service, felur í sér og ýta þeim af stað í að leita sér að heppilegum verkefnum. Þannig opna samtökin ungu fólki dyr til annarra Evrópulanda, meðal annars Íslands.

Í gegnum árin hefur Glerárkirkja starfað með slíkum samtökum í Tékklandi, Póllandi, Austurríki og Þýskalandi. Á þessum opna fundi gefst tækifæri til þess að kynnast starfi þessara samtaka, heyra um sjálfboðaliðaverkefnin og að sjálfsögðu að hitta gömlu sjálfboðaliðana.

Fundurinn fer fram á ensku, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Dagskrá matsfundar sjálfboðaliða sem stendur yfir frá föstudegi til miðvikudags má sjá í heild sinni hér.

Þetta verkefni hefur verið fjármagnað með styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þessu útgáfa lýsir aðeins viðhorfum höfundarins og framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á því hvernig upplýsingar sem hér er að finna eru notaðar.