Opin samverustund í Glerárkirkju vegna flugslyss í Hlíðarfjalli

Samverustund verður miðvikudagskvöldið 7. ágúst kl. 20. í Glerárkirkju v. flugslyss í Hlíðarfjalli. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur umsjón með stundinni og Eyþór Ingi Jónsson sér um tónlist. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum verða til staðar. Allir eru velkomnir.