Opin kirkja yfir hátíðirnar

Milli jóla og nýárs verður ekki viðvera í kirkjun á skrifstofutíma en síminn 464-8800/464-8808 opinn milli 10-14.
Regluleg viðvera starfsfólks hefst aftur þriðjudaginn 5. janúar.

Við getum ekki boðið upp á helgihald um jólin en þið sem finnið að þið viljið koma við hér um jólin getið gert það 28.-30. desember.
28. desember mun Valmar Väljaots organisti sitja við orgelið og leika fallega jólatónlist.
29.desember flytur Margrét Árnadóttir söngkona lög á nýtti plötu sinni, Hugarró
30. desember situr Petra Björk Pálsdóttir við orgelið og flytur okkur hugljúfa tóna.
10 manns geta verið í kirkjunni í einu og starfsmaður kirkjunnar gætir að fjöldanum.
Leyfið ykkur endilega að staldra við, kveikja á kerti og sækja jólafrið og ró inn í hversdaginn