Nýr prestur við Glerárkirkju

Helga Bragadóttir
Helga Bragadóttir

Biskup Íslands hefur staðfest val á nýjum presti við Glerárkirkju. Það er Helga Bragadóttir, 31 árs guðfræðingur frá Hafnarfirði.
Helga hefur komið víða við í kirkjulegu starfi, til dæmis í Grafarvogskirkju, Víðistaðakirkju og Guðríðarkirkju, auk þess sem hún er með framhaldsmenntun í sálgæslu.


Helga er þriðji ættliðurinn sem vígist til prestsþjónustu. Faðir hennar sr. Bragi J. Ingibergsson er sóknarprestur í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, áður á Siglufirði og afi hennar sr. Ingiberg J. Hannesson fv. prófastur þjónaði alla sína starfsævi í Dölunum.
Helga er í sambúð með Maríu Ósk og eiga þær fimm ára dreng sem heitir Júlíus Hrannar. María er héðan úr bænum og eru þau fjölskyldan spennt að flytja norður.


Við í Glerárkirkju hlökkum til að fá Helgu í okkar hóp í haust og óskum henni til hamingju með starfið.