Nýr prestur við Glerárkirkju

Séra Jón Ómar Gunnarsson hefur verið skipaður prestur við Glerárkirkju frá og með 1. september nk. Jón Ómar er fæddur 15. september 1982. Hann er kvæntur Berglindi Ólöfu Sigurvinsdóttur, og á soninn Sigurvin Elí.
Við bjóðum Jón Ómar velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins!