Nýr Bjarmi

Þriðja tölublað Bjarma, tímarits um kristna trú er nú komið út. Meðal efnis er grein eftir Martin Saunders þar sem hann veltir fyrir sér hvaða áhrif bókin "Fimmtíu gráir skuggar" hafi á mat samfélagsins á kynlífi. Þá er að finna í blaðinu kynningu á starfi samtaka sem nota Biblíuna til að leiðbeina fólki í fjárhagsörðugleikum sem og ítarlega grein um trúarlegt baksvið 12 sporanna ásamt fjölda annarra góðra greina. Að sjálfsögðu er hið sívinsæla Bjarmabros líka til staðar.

Útgefandi Bjarma er Salt ehf í samstarfi við Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri er Ragnar Gunnarsson. Fræðast má nánar um blaðið og gerast áskrifandi á bjarmi.is.