Ný vika, ný tækifæri

Mánudagsmorguninn 2. mars er að vanda opið hús og upplýsingar í Glerárkirkju fyrir fólk í atvinnuleit. Húsið opnar klukkan níu og setið er og spjallað í rúma klukkustund. Þennan dag er sérstaklega leitað eftir hugmyndum um efni sem þátttakendur vildu fá upplýsingar um á næstu mánudagsmorgnum en auk þess verður verkefnið Samlist kynnt.