Nóg að gera í október.

Nú er haustið komið á fullt skrið hjá okkur í Glerárkirkju. Eftir smá millibilsástand vegna prestahringekjunnar á svæðinu erum við nú að komast í réttan gír og starfið okkar ber þess merki.

Allt barnastarfið, Glerungar, TTT, UD-Glerá, barnakórinn og æskulýðskórinn er farið af stað, það er ókeypis að taka þátt í starfinu og allar upplýsingar má finna á forsíðu glerarkirkja.is

Það verða fjölbeyttar guðsþjónustur í október, taizé stund, krossbandsstund, græn messa, hefðbundnar guðsþjónustur og fjölskyldumessa - semsagt eitthvað fyrir alla.

Þá minnum við á fyrirbænastundirnar á miðvikudögum og kyrrðarbænastundir sem verða hér í kirkjunni á þriðjudögum kl.17:00.