Námskeið í Glerárkirkju

Fjölbreytt námskeið í maí
Glerárkirkja mun bjóða upp á námskeið fyrir börn í 1.– 7. bekk.
Gengið er inn niðri að norðanverðu (þar sem vikulegt barnastarfið fer fram).

Á mánudögum fyrir 1. – 4. bekk
3. maí – 10 maí - 17. maí verður Listasmiðja 14:00 – 15:30.
Unnið með ýmsan efnivið og skapað úr þeim, endum námskeiðið á listasýningu fyrir fjölskyldur barnanna.

Á þriðjudögum fyrir 5. – 7. bekk
4. maí -11. maí - 18. maí verður Stuttmyndagerð 15:00 – 16:30.
Kynning á þeim tækjum sem nota þarf við stuttmyndagerð, börnin skrifa stuttmynd, taka hana upp og læra um myndvinnslu og klippingu.
Námskeiðið endar á sýningu fyrir fjölskyldur barnanna.

Á miðvikudögum fyrir 1. – 4. bekk
5. maí – 12. maí - 19. maí verður Bakstursmiðja 13:30 – 15:30.
Ætlum að kynna okkur bakstur og skreytingar. Munum að sjálfsögðu smakka afurðirnar. Námskeiðið mun enda á kaffiboði sem fjölskyldum barnanna verður boðið í.
Fjöldi


Verð fyrir námskeið er 2.500 kr.

Skráning hjá Eydísi Ösp eydisosp@glerarkirkja.is

Hægt er að nota frístundastyrk Akureyrarbæjar í gegnum https://rosenborg.felog.is/