Myndir frá ferð fermingarbarna í Skagafjörð 15.okt. (Giljaskóli)

Tæplega fjörtíu ungmenni sem öll eiga það sameiginlegt að ætla sér að fermast í Glerárkirkju í vor tóku í dag þátt í fræðslu og skemmtiferð sem kirkjan stóð fyrir. Farið var heim að Hólum og síðan dvalið dagpart á Löngumýri í Skagafirði en þar rekur Þjóðkirkjan fræðslusetur. Með í för voru sr. Gunnlaugur, sr. Arna Ýrr og Pétur Björgvin djákni. Langflestir krakkarnir í ferð dagsins eru nemendur í Giljaskóla. Hér á vefnum er hægt að skoða nokkrar myndir frá ferðinni.

Skoða myndir.