Mótorhjólafólk mætir í guðsþjónustu á sunnudagskvöldið

Sunnudaginn 20. maí kl. 20 verður kvöldguðsþjónusta í Glerárkirkju. Hún verður með þátttöku mótorhjólafólks sem mun lesa ritningarlestra og flytja tónlist. Sr. ARna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Krossbandið leiðir söng. Allir eru velkomnir og er mótorhjólafólk hvatt til að fjölmenna á hjólum til guðsþjónustunnar.