Minningarstund vegna fósturláta

Minningarstund vegna fósturláta verður haldin í Höfðakapellu á Akureyri fimmtudaginn 13. september kl. 16.30.  Missir barns á fyrstu vikum meðgöngu er ekki síður sár en annar missir. Sorg vegna fósturláts fær þó gjarnan minni viðurkenningu samfélagsins en önnur sorg, oft vegna þess að fáir vita af væntanlegu barni eða missi þess. Minningarstundin er hugsuð til að koma til móts við þau ótalmörgu sem upplifað hafa sorg vegna fósturláts.
Minningarstundin er haldin í samvinnu Sjúkrahússins á Akureyri og  Útfararþjónustu kirkjugarða Akureyrar.

Prestur er sr. Guðrún Eggertsdóttir, tónlistarflutning annast: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti og Sigríður Hulda Arnardóttir, söngkona.
Athöfnin er öllum opin.