Messa með heimsókn frá Fella- og Hólakirkju 15.maí

Nú á sunnudaginn ætlum við að eiga saman góða messu með heimsókn frá kór og presti Fella- og Hólakirkju.
Presturinn er okkur vel kunnur enda þjónaði séra Jón Ómar hér í Glerárkirkju áður en hann fór suður.
Það verður mikill söngur og góð stund.
Eftir messuna er súpa í boði sóknarnefndar í safnaðarheimilinu.
Verið öll hjartanlega velkomin