Með sama hugarfari og Kristur - Æskulýðsmót í Brúarásskóla

Æskulýðsfélagið Glerbrot stefnir á þátttöku í æskulýðsmóti sem haldið verður í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð á Norður-Héraði helgina 4.-6. febrúar 2011. Yfirskrift mótsins er sótt í Filippíbréfið 2.5: “Með sama hugarfari og Kristur”. Mótið er ætlað unglingum í 8.-10. bekk, sem taka þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar sinnar, og gert er ráð fyrir yfir 100 þátttakendum. Á mótinu fræðast krakkarnir um mannréttindi með nýstárlegum hætti og taka þátt í smiðjum þar sem m.a. verður boðið upp á leiklistarhóp, fjölmiðlahóp og tónlistarhóp. Þátttökugjald er 6.500 kr.

Nánari upplýsingar um ferð Glerbrots á mótið gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864 8451.