Mat á verkefnum fyrir erlenda sjálfboðaliða í Glerárkirkju

Frá ársbyrjun 2006 fram á sumarið 2011 tók æskulýðsstarf Glerárkirkju alls á móti 13 erlendum sjálfboðaliðum sem dvöldu hér allt frá 6 upp í 13 mánuði. Verkefnið var styrkt af Evrópu Unga Fólksins, sem er íslenskt heiti styrktaráætlunar Evrópusambandsins og snýr að ungmennum frá 13 til 30 ára. Til þess að meta gæði þessa starfs hér í Glerárkirkju komu 10 af þessum sjálfboðaliðum ásamt fulltrúum frá sínum sendisamtökum til landsins í febrúar síðastliðnum og áttu fund með fulltrúum Glerárkirkju. Matskýrsla á ensku um þetta verkefni er nú aðgengileg hér á vef Glerárkirkju sem pdf-skjal.