Marína og kórarnir á Hólavatni

Marína Ósk Þórólfsdóttir kórstjóri Barnakórs Glerárkirkju og Æskulýðskórs Glerárkirkju heldur á Hólavatn um helgina ásamt kórunum sínum. Börnum úr barnakórnum er boðið í dagsferð á laugardeginum, brottför frá Glerárkirkju kl. 10:30 og komið heim kl. 18:00. Krakkarnir úr æskulýðskórnum hins vegar fá að gista, brottför frá Glerárkirkju á laugardeginum kl. 16:30 (mæting 16:15) og komið til baka klukkan hálf eitt á sunnudeginum. Nánari upplýsingar gefa Marína ( 847-7910) og Rósa Ingibjörg Tómasdóttir aðstoðarkona kórstjóra ( 844 1422). Ferðirnar kosta ekkert.

BARNAKÓR - GOTT AÐ MUNA

Laugardagur 20. október kl. 10:30 er brottför frá Glerárkirkju.
Laugardagur 20. október kl. 18:00 er komið til baka að Glerárkirkju.

Skila þarf skráningarblaði í síðasta lagi við brottför og þá er gott að hafa meðferðis: hlý föt, svala og ávöxt, upplýsingar um ofnæmi og góða skapið.

ÆSKULÝÐSKÓR - GOTT AÐ MUNA

Laugardagur 20. október kl. 16:15 er mæting í Glerárkirkju
Sunnudagur 21. október kl. 12:30 er komið til baka í Glerárkirkju

Skila þarf skráningarblaði í síðasta lagi við brottför og þá er gott að hafa meðferðis: Náttföt, tannbursta, lyf/upplýsingar um ofnæmi, handklæði, kodda og svefnpoka/sæng, bíókvölds-nasl (boðið upp á djús og vatn, síma sem öryggistæki, góða skapið og nótnamöppuna.