Mannréttindanámskeið í Glerárkirkju í haust

Tekin verður upp sú nýbreytni í haust í Glerárkirkju, að unglingastarfið fyrir krakka úr áttunda, níunda og tíunda bekk verður í formi mannréttindanámskeiðs. MeM er skammstöfun sem stendur fyrir ,,Mannréttindi eru Mikilvæg." Hér er á ferðinni lifandi og skemmtilegt námskeið fyrir krakka sem er ekki sama um fólkið í kringum sig og heiminn allan.
Námskeiðið fer fram á sunnudögum frá kl. 16:16 til 18:18 nema annað sé auglýst. Dagskráin hefst hvern dag með því að við hittumst á neðri hæð kirkjunnar. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu er Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, en hann hefur kennt á námskeiðum um notkun á Kompás, handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu, víða um land upp á síðkastið.

Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis (ferðalög undanskilin) og öllum opin.

Hápunktur starfsins á haustönn verður vafalaust ferð á landsmót æskulýðsfélaga sem haldið verður á Selfossi 28. til 30. október. Aðeins krökkum sem eru með toppmætingu á námskeiðið býðst að koma með. Upplýsingar um verð og annað vegna ferðarinnar verða veittar þátttakendum þegar nær dregur.

Yfirlit yfir dagskrána:
18. september: Brjálaðir leikir
25. september: Rasisti - ha hver? Ég? Nei! En þú?
02. október: Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna hvað?
09. október: Ungmennalýðræði - ungar raddir skipta máli.
16. október: Foreldrafundur - við ræðum undirbúning vegna ferðar á Selfoss
23. október: Undirbúningur f. búningaball o.fl. v. ferðar
28. til 30. október: Við tökum þátt í landsmóti æskulýðsfélaga á Selfossi
06. nóvember: Myndakvöld - skoðum myndir, njótum ávaxta
13. nóvember: Karlhetjur og kvenhetjur - hvað er málið?
20. nóvember: Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum!
27. nóvember: WWJD - Hvað myndi Jesús gera?
03. nóvember: Jóla-gisti-vöku-nótt í safnaðarheimilinu, byrjar á laugardegi!

ATH: Hver samvera endar með B & B ... það er bæn og biblíuorð!

Með Pétri í starfinu verða Guðrún Ösp Erlingsdóttir og Samuel Örn Pétursson en þau voru bæði þátttakendur í verkefni Glerárkirkju We're human, right?.

Prenta út dagskrá (pdf-skjal).