Lofgjörðarsamkoma

Föstudagskvöldið 25. janúar verður lofgjörðarsamkoma í Glerárkirkju kl. 20:00 í umsjón biblíuskólanemenda frá YWAM Montana (Youth with a Mission Lakeside Montana) en þau eru nú stödd hér á Akureyri og er ferð þeirra hingað hluti af náminu, nokkurs konar starfsþjálfun eða "Outreach" eins og það er nefnt í dagskrá námsins sem kallast "Discipleship Training School" og er vera þeirra á Íslandi í samstarfi við YWAM á Íslandi. Lofgjörðarsamkoman er öllum opin. Tekið verður á móti samskotum sem renna til fjármögnunar á þemaviku fermingarbarna sem nú stendur yfir.

Nánari upplýsingar um starf hópsins í Glerárkirkju gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864 8451.