Ljósmyndasýning í Glerárkirkju

Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýning í Glerárkirkju á 20 myndum eftir Kristjönu Agnarsdóttur áhugaljósmyndara. Myndirnar eru úr ýmsum áttum en margar þeirra eru teknar í kirkjugörðum eða innihalda trúartákn. Sýningarskrá liggur frammi í anddyri kirkjunnar.