Ljóðskáld úr ljóðahópi Gjábakka flytja ljóðadagskrá

Samvera eldri borgara verður í Glerárkirkju fimmtudaginn 22. september næstkomandi og hefst að vanda klukkan þrjú. Góðir gestir koma í kirkjuna klukkan hálf fjögur en það eru ljóðskáld úr ljóðahópi Gjábakka sem flytja frumsamin ljóð. Enginn aðgangseyrir en kaffihlaðborð á vægu verði. Allir hjartanlega velkomnir.