Lifandi kórastarf fyrir börn og unglinga

Sönggleðin er í fyrirrúmi þegar þær Marína Ósk Þórólfsdóttir og Rósa Ingibjörg Tómasdóttir stjórna æfingum hjá Barnakór Glerárkirkju og Æskulýðskór Glerárkirkju. Alltaf er velkomið að bætast í hópinn í þetta ókeypis tónlistarstarf sem Glerárkirkja bíður upp á. Æfingar fyrir barnakórinn eru samkvæmt útsendri dagskrá yfirleitt á miðvikudögum kl. 15:30 til 16:30 en æskulýðskórinn æfir á sömu dögum kl. 16:30. Nánari upplýsingar - meðal annars um það hvenær næsta æfing sé - gefur Marína Ósk í síma 847 7910.