Létt lög, jólalög og aðventustemning

Aðventustemningin verður í fyrirúmi á kaffihúsakvöldi, föstudagskvöldið 7. desember í safnaðarsal Glerárkirkju. Þar munu þær Linda og Jokka syngja blöndu af léttum lögum og jólalögum við undirleik Reynis Schiöth. Kaffihúsið opnar upp úr klukkan átta á föstudagskvöldinu eða um leið og sýning listakonunnar Díönu Bryndísar hefur verið formlega opnuð í anddyri kirkjunnar og verður opið til 23:00. Kaffihúsið er hluti af hátíðardagskrá í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Glerárkirkju. Það er kvenfélagið Baldursbrá sem sér um veitingarnar sem þær selja á vægu verði. Kaffihúsið er öllum opið og fólk hvatt til þess að skreppa á þetta eina kaffihús sem er opið þetta kvöld norðan ár á Akureyri.

Skoða afmælisdagskrána.

Skoða facebook-síðu tónlistarfólksins.