Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis

Miðvikudagskvöldið 14. mars kl. 20:00 hélt sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir erindi í safnaðarsal Glerárkirkju sem nefndist: ,,Æðruleysi í friðar og sáttarstarfi.” Dagskráin var hluti af umræðukvöldaröð Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis og Glerárkirkju. Yfirskrift samræðukvöldanna á vorönn 2012 var VEGUR TRÚARINNAR. Þetta var sjötta kvöldið af átta. Markmið kvöldanna var að skapa vettvang til að ræða um andlegt líf og þýðingu þess fyrir trúað fólk, deila reynslu af vegferðinni og ræða saman um hana. Á vef prófastsdæmisins er nú að finna stutta samantekt frá kvöldinu og myndbönd með erindi sr. Örnu. Lesa meira...