Leikhópur fyrir helgileik á II. jóladegi

Börnum úr öðrum til sjöunda bekk grunnskóla er boðið að taka þátt í leikhópi sem æfir fyrir helgileik sem fluttur verður á öðrum jóladegi í fjölskylduguðsþjónustu kl. 13:00. Til umsjónar með hópnum höfum við í Glerárkirkju fengið þær Grétu Kristínu Ómarsdóttur og Rósu Ingibjörgu Tómasdóttur til liðs við okkur.

Æfingar verða á eftirtöldum dögum:

 

Mánudagurinn 5. desember kl. 15:00 – 16:00 – skráning og hópeflisleikir

Mánudagurinn 12. desember kl. 15:00 – 17:00 – skipt í hlutverk og fyrstu æfingar

Mánudagurinn 12. desember kl. 17:00 – búningamátun og saumaskapur með foreldrum!

Mánudagurinn 19. desember kl. 15:00 – 17:00 – æfingar

Þriðjudagurinn 20. desember kl. 15:00 – 17:00 – æfingar

Miðvikudagurinn 21. desember kl. 15:00 – 17:00 – aukaæfing ef þarf

II. dagur jóla, 26. desember. Mæting í Glerárkirkju kl. 11:30. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 13:00

 ATH: Börn úr fyrsta bekk sem skráð eru í barnakórinn geta líka tekið þátt.

Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864 8451.