Organisti óskast!
Við Lögmannshlíðarsókn / Glerárkirkju er laus 50-70% staða organista.
Starfsskyldur organista eru:
Hæfni:
Í Lögmannshlíðarsókn er helgihald allan ársins hring í Glerárkirkju, einstaka guðsþjónustur í Lögmannshlíðarkirkju á sumrin og á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð. Fjórir kórar eru við kirkjuna, kirkjukór, gospelkór, barnakór og unglingakór. Auk organista starfa við kirkjuna tveir kórstjórar, tveir undirleikarar, tveir prestar, einn djákni, umsjónarmaður, matráður og kirkjuvörður.
Gott er ef umsækjandi getur hafið störf sem fyrst en það er samkomulagsatriði. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2026. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi FÍO og Þjóðkirkjunnar.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn og ferilskrá á netfangið soknarnefnd@glerarkirkja.is
Nánari upplýsingar veitir Jóhann H. Þorsteinsson formaður sóknarnefndar í síma 6994115 eða sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur, hildurbjork@glerarkirkja.is
Auglýsingin á PDF