Kyrrðarstarf kirkjunnar - á fræðslukvöldum á miðvikudögum í mars kl. 20-22

Á fyrstu þremur miðvikudagskvöldunum í mars verður kynning og fræðsla á fjölbreyttu kyrrðarstarfi kirkjunnar. Byggir dagskráin á fyrirlestrum á ráðstefnu í Neskirkju haustið 2014 um efnið. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana á YouTube en iðkaðar verða andlegar æfingar í pílagrímagöngum, íhugun orðsins, bænabandinu og kyrrðardögum. Fyrsta kyrrðarkvöldið verður miðvikudaginn 4. mars kl. 20-22. Þá verður fjallað um pílagrímagöngur og verður m. a. gengið um hverfið og þarf fólk að koma búið til útiveru. Dagskráin er öllum opinn en boðið er upp á kvöldkaffi á vægu verði.

Nánari upplýsingar…

Auglýsing