Kyrrðardagur verður í Glerárkirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 10-17.

Kyrrðardagur verður í Glerárkirkju laugardaginn 10. febrúar kl. 10-17.

Kyrrðardagar höfða til margra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð.

Verð: 2000 kr.
Skráning í síðasta lagi fyrir fimmtudaginn 8. febrúar í síma 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is.

______________________________________________________

Kyrrð, íhugun, útivist og hvíld.

______________________________________________________


Dagskrá:

Kl. 10.00     Kynning í safnaðarheimilinu.

Kl. 10:30     Gengið inn í kyrðina. Íhugun í kirkju.

Kl. 12:00     Hádegisverður.

Kl. 13:00     Íhugun í kirkju.

Gönguferð ? ath að hafa með viðeigandi klæðnað og skó

Kl. 15:15     Íhugun í kirkju ? þögnin rofin.

K. 15:45      Kaffi og mat á deginum í safnaðarheimilinu.

Kl. 16:15    Slit.


Til þátttakenda á kyrrðardegi.

Vinsamlega gætið þess að vera mætt tímanlega þar sem dagskrá og fyrirkomulag verður kynnt kl. 10.00 í safnaðarheimilinu. Þar bíður okkar kaffisopi og þátttakendur geta skoðað svæðið. Þátttakendur geta nýtt sér aðstöðuna í safnaðarheimilinu og kirkjunni til lestrar og/eða íhugunar á milli dagskrárliða.

Ef forföll verða vinsamlega látið sr. Guðmund vita í síma 897-3302.

Dagskrárliðir, aðrir en kynningin, eru valfrjálsir. Gætið þess að klæðast eftir veðri ef þið viljið taka þátt í gönguferðinni.

Að sjálfsögðu er einnig hægt að njóta útiveru hvenær sem er dagsins. Gott getur verið að hafa þunna dýnu og teppi meðferðis til að geta lagst útaf og breytt um stellingu.

Bækur um bæn og íhugun munu liggja frammi til skoðunar ef vill.

Hlökkum til að sjá ykkur

Guðmundur Guðmundsson og Guðrún Eggertsdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.

Myndir frá kyrrðardögum á Möðruvöllum?