Kynningarfundir vegna fermingarfræðslu í vetur

Í næstu viku verða haldnir kynningarfundir fyrir væntanleg fermingarbörn vetrarins. Sent hefur verið út bréf með skráningarblaði og eru fermingarbörnin beðin að koma með blaðið útfyllt á kynningarfundina. Skráningarblaðið er einnig að finna hér á netinu.  Börnin eru boðuð á fundina á eftirfarandi tímum:
Börn í Giljaskóla geta valið um að mæta þriðjudaginn 20. sept. kl. 16:15 eða fimmtudaginn 22. sept. kl. 17:00

Börn í Síðuskóla geta valið um að mæta miðvikudaginn 21. sept. kl. 17:00 eða fimmtudaginn 22. sept. kl. 16:15
Börn í Glerárskóla geta valið um að mæta þriðjudaginn 20. sept. kl. 17:00 eða miðvikudaginn 21. sept. kl. 16:15

 

Sú nýbreytni verður tekin upp í Glerárkirkju í haust, að börnin fylgja ekki sínum bekkjum í fermingarfræðslunni. Í staðinn verður boðið upp á sex tíma í viku og börnin (í samráði við foreldra að sjálfsögðu) fá val um í hvaða tíma þau skrá sig. Þetta er gert vegna þess að stundarskrár barnanna eru orðnar svo einstaklingsbundnar vegna fjölbreytts vals í skólum og á milli skóla, að ógerningur er að finna tíma sem hentar heilum bekk í einu. Eina leiðin til að gera það væri að  færa fræðsluna síðar á daginn, sem er ekki í samræmi við kröfur samtímans um samfelldan vinnudag barnanna. Við biðjum ykkur því að fylla út skráningarblaðið sem fylgir og velja tíma sem hentar. Mikilvægt er að skila skráningarblöðunum á kynningarfundinum, þar sem raðað verður í hópa strax í kjölfarið og hefur hámarksfjöldi í hóp verið ákveðinn 25 börn.  Fermingarfræðslan hefst síðan eftir þeirri stundaskrá vikuna 26. - 30. sept. Eftirfarandi tímar verða í boði í fermingarfræðslu í vetur:

Þriðjudagar kl. 13:30, 14:30 og 15:30. Miðvikudagar kl. 13:30 og 15:00. Fimmtudagar kl. 16:45

Ath! Þrátt fyrir þessar breytingar er áfram gert ráð fyrir að börnin fermist með sínum bekk, þannig að fermingardagar í vor eru áfram fráteknir fyrir ákveðinn bekk. Það er þó heimilt að velja annan fermingardag en ætlaður er þeim bekk sem viðkomandi er í. 

Upplýsingar um ferð á Löngumýri í október 2011 er að finna hér.
Skráningarblað í fermingarfræðslu 2011 er aðgengilegt á vefnum: Word-skjal / OpenOffice skjal.

Fyrir þau ykkar sem ekki komust á kynningarfundi fyrir foreldra fermingarbarna koma hér eftirfarandi upplýsingar:
(Smellið á ,,Fermingar 2012" hér til vinstri, til að skoða lista yfir fermingarathafnir og hver fermist hvenær.)
Börnin þurfa að skila verkefnabók, sem samanstendur af svörum við spurningum aftast í köflunum í ,,Líf með Jesú" Þessa verkefnabók tökum við í síðasta kennslutímanum í lok mars. Þau þurfa einnig að mæta í lágmark 7 messur, ef þau hafa farið í messu í einhverri annarri kirkju en Glerárkirkju í vetur, t.d. um jólin, þá er það hið besta mál og við reiknum það inn í messufjöldann.
 
Æfingar fyrir ferminguna verða sem hér segir:
Ferming 14. apríl: æfing miðvikudag 11. apríl kl. 16.
Ferming 15. apríl: æfing miðvikudag 11. apríl kl. 17.
Ferming 21. apríl: æfing miðvikudag 18. apríl kl. 16.
Ferming 22. apríl: æfing miðvikudag 18. apríl kl. 17.
Ferming 28. apríl: æfing miðvikudag 25. apríl kl. 15:30.
Ferming 29. apríl: æfing miðvikudag 25. apríl kl. 17.
Ferming 26. maí: æfing föstudag 25. maí kl. 16.
 
Á fermingardaginn þurfa börnin að mæta kortér fyrir eitt. Þá taka kvenfélagskonur á móti þeim og útvega þeim kyrtil. Gott er að þau hafi sálmabók með sér, helst nýja útgáfu, því að í gömlu útgáfurnar vantar u.þ.b. 200 sálma, þ.á.m. sálma sem við syngjum í athöfninni.
 
Ekkert hámark er sett á gestafjölda með hverju barni, og engin sæti eða bekkir eru teknir frá, nema sérstaklega sé beðið um það vegna fötlunar.
 
Í athöfninni verður ljósmyndari sem tekur myndir af hverju og einu fermingarbarni, því leyfum við ekki myndatökur á meðan á athöfninni stendur, en hægt verður að kaupa myndir af ljósmyndaranum á vægu verði.
 
 Fræðslan veturinn 2011-2012 fer fram sem hér segir:

Hópur A á þriðjudögum kl. 13:30
Hópur B á þriðjudögum kl. 14:30
Hópur C á þriðjudögum kl. 15:30
Hópur D á miðvikudögum kl. 13:30
Hópur E á miðvikudögum kl. 15:00
Hópur F á fimmtudögum kl. 16:45

 Síðasti dagur til að breyta fermingardegi er öskudagur, 22. febrúar!
Reglan er sú að börnin eru skráð á fermingardag með sínum bekk nema annað sé tekið fram. Foreldrar þurfa sem sagt ekki að hafa samband ef börnin eiga að fermast á þeim degi sem þeirra bekkur er skráður.
Þið sem þurfið að breyta um fermingardag, vinsamlegast látið vita fyrir öskudag, 22. febrúar nk. Best er að koma breytingum til sr. Örnu, á arna@glerarkirkja.is