Kynning á krílasálmum á foreldramorgni

Fimmtudaginn 29. september er að venju foreldramorgunn frá 10:00 til 12:00. Að þessu sinni fáum við góðan gest. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti við Akureyrarkirkju, kemur og kynnir krílanámskeiðin sem hún sér um, en námskeiðin eru vel til þess fallin að róa huga foreldra sem barna við yndisljúfan söng og hreyfingu. Það eru allir velkomnir á foreldramorgna í Glerárkirkju með ungabörnin. Morgunverður á vægu verði.