Næsta sunnudagskvöld, 27. júlí kl. 20:30 verður írsk stemning í kvöldmessu. Meðlimir úr hljómsveitinni PKK sem leikur aðallega írska þjóðlagatónlist heiðra okkur með nærveru sinni ásamt söngkonunni Marínu Ósk. Sr. Arna Ýrr þjónar og boðið verður upp á kaffi og með því í safnaðarheimilinu eftir messu. Allir eru velkomnir.