Kvenfélagið Baldursbrá með bingó 19. febrúar kl. 14:00

Kvenfélagið Baldursbrá stendur fyrir bingói í safnaðarsal Glerárkirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 14:00. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar í skíðaskóla fatlaðra í Winter Park í Colorado. Í auglýsingu frá Kvenfélaginu á Facebook síðu þeirra segir:

Bingó verður í safnaðarsal Glerárkirkju laugardaginn 19. febrúar kl 14:00
Fjöldi frábærra vinninga.
Spjaldið kostar 500 kr., 300 kr. í hléi og 100 kr. fyrir síðustu umferð.
Kaffi, kleinur, svali o.fl. selt í hléi.

Allur ágóði rennur í ferðasjóð Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar og skíðaþjálfara hans, Jóns Harðarsonar, í skíðaskóla fatlaðra í Winter Park í Colorado.
Þeir sem komast ekki á bingóið, en vilja leggja þeim félögum lið er bent á að hægt er að leggja inn á reikning hjá Sjálfbjörgu Akureyri,
reikningsnr. 302-26-5702 kt. 570269-2599

Þeir sem vilja upplýsingar um ferðina er bent á netfangið
klakarnir@bjarg.is
Bestu þakkir sendum við öllum styrktaraðilum.