Kveðja frá Úganda til fermingarbarna

Fermingarbörn úr Glerárkirkju tóku þátt í söfnun til styrktar Hjálparstarfinu í Úganda í vetur ásamt fjölda fermingarbarna víðsvegar á landinu. Söfnunin gekk vel. Nú hefur borist kveðja frá Úganda þar sem að Charity sem var ein þeirra sem heimsótti fermingarbörn á Íslandi sendir kveðju. En félagi hennar heimsótti fermingarbörn í Glerárkirkju.