Kristniboðsdagurinn - Helgihald í Glerárkirkju 11. nóvember

Sunnudagurinn 11. nóvember er helgaður kristniboðinu. Af því tilefni fáum við í Glerárkirkju góðan gest, Ragnar Gunnarsson frá SÍK kemur í heimsókn, prédikar í messu og segir sunnudagaskólabörnunum sögur af kristniboðsakrinum. Að venju hefst messan klukkan ellefu og ganga börnin inn í safnaðarsalinn til sunnudagaskóla eftir að hafa tekið þátt í upphafi messunnar. Það er sr. Guðmundur Guðmundsson sem leiðir helgihaldið, Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots organista.