Krílasálmar á foreldramorgni

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti í Akureyrarkirkju kemur og kynnir krílasálma á foreldramorgni í fyrramálið, þriðjudaginn 23. október. Foreldrar með ung börn eru velkomnir að eiga notalega samverustund með börnunum sínum. Morgunverðarhlaðborð á vægu verði í boði.