Kóræfingar í dag

Barnakór Glerárkirkju æfir á miðvikudögum frá hálf fjögur til hálf fimm. Hann er opinn strákum og stelpum úr öðrum til fimmta bekk. Æskulýðskór Glerárkirkju æfir einnig á miðvikudögum frá klukkan hálf fimm. Þangað eru allir strákar og stelpur úr sjötta bekk og eldri velkomin. Kórstjóri er Marína Ósk Þórólfsdóttir. Henni til aðstoðar er Rósa Ingibjörg Tómasdóttir.