Kompás í kirkjustarfi

Allt frá árinu 2006 hefur Glerárkirkja staðið fyrir ýmsum verkefnum sem tengjast mannréttindafræðslu, en það ár réð kirkjan Ölmu Guðnadóttur og Daníel Müller tímabundið til þess að fara í sjöundubekki í skólum bæjarins með mannréttindafræðslu. Verkefnin sem notuð voru, voru byggð á Kompás, handbók Evrópuráðsins í mannréttindafræðslu með ungu fólki. Á trú.is í dag má lesa pistil þessu tengdan, hann nefnist: Kompás í kirkjustarfi.