Klaudia frá Póllandi

Í nokkur ár hefur æskulýðsstarf Glerárkirkju átt í samstarfi við óformlegt ungmennastarf í bæjarfélaginu Pawlowice í suður Póllandi. Þaðan hafa komið sjálfboðaliðar til starfa í æskulýðsstarfinu, starfsfólk beggja aðila hafa tekið þátt í ýmsum sameiginlegum verkefnum og ungmenni frá Glerárkirkju hafa tvisvar tekið þátt í ungmennaskiptaverkefnum sem pólsku samtökin hafa staðið fyrir. Næsti liður í samstarfinu er að Klaudia Migdal kemur sem sjálfboðaliði í lok þessa mánaðar. Hér á eftir má finna litla kynningu sem hún sendi til birtingar hér á vefnum: Hæ! My name is Klaudia Migdal and I’m 20 years old. I come from Poland and I live in Pawlowice, small commune situated in a beautiful region in the south of Poland – Silesia. I’m currently a student of English at Teacher Training College. I will be volunteering  at Glerárkirkja  for ten months, that is from September 2010 until June 2010. But I’m coming one week earlier what makes me even more excited! From what I’ve heard, read and saw, Iceland sounds like a marvelous country.  I would love to learn Icelandic as well. Language barrier can sometimes be a major deal breaker but I do enjoy challenges so I will try my best.  I don’t even know where to begin when comes to expressing my joy of getting the possibility to work at Glerárkirkja. I can’t wait to start working with the children at the kindergarten and also to realize projects and ideas. My sending organization is the Commune Office of Pawlowice (http://www.pawlowice.pl/). They’ve received the accreditation from the National Agency just recently. Actually, I am the first person they are sending as an EVS volunteer. But that is not the whole story. The group of young, motivated and active people from the Pawlowice commune formed long before that. We call ourselves non-formal and non-profit youth group, but we are on the way of forming into an association. We succeeded in executing some small  projects and tasks for the local community. I will try to share my experience with the young people from my commune in order to encourage more youth to become EVS volunteers in the future. Greetings Klaudia Lausleg þýðing: Hæ! Ég heiti Klaudia Migdal og er tvítug. Ég er frá Póllandi og bý í Pawlowice, litlu bæjarfélagi í hinu fagra héraði í suður Póllandi: Slesíu. Ég er í enskukennaranámi en næstu tíu mánuðina verð ég sjálfboðaliði í Glerárkirkju, frá september 2010 til júní 2011. En sú staðreynd að ég kem viku fyrr gerir mig enn spenntari. Af því sem ég hef heyrt, lesið og séð virðist Ísland vera frábært land. Mér þætti vænt um að ná að læra íslensku. Tungumálaörðugleikar geta á tíðum verið stærstu hindranirnar en ég elska áskoranir og ætla að gera mitt besta. Ég veit ekki hvar ég á að byrja til að ná að tjá þá gleði sem býr innra með mér yfir því að vera að fara að starfa í Glerárkirkju. Ég get ekki beðið eftir því að byrja að vinna með börnunum í leikskólanum og framkvæma verkefni og hugmyndir. Sendisamtökin mín er ráðhúsið hér í Pawlowice, http://www.pawlowice.pl/. Þau fengu samþykki sem sendisamtök frá landsskrifstofunni hér í Póllandi nýverið. Reyndar er ég fyrsti sjálfboðaliðinn sem þau senda. En það er önnur saga. Hópur ungs fólks hefur starfað á þessum vettvangi í nokkurn tíma á bæjarfélaginu. Við kjósum að nefna okkur óformleg og gróðalaus samtök, en við erum að vinna í því að gerast samtök. Þegar hefur okkur tekist að standa fyrir nokkrum vel heppnuðum verkefnum. Ég mun gera mitt besta í því að tjá mig um reynslu mína í þeirri von að fleira ungt fólk úr bæjarfélaginu mínu gerist sjálfboðaliðar. Kær kveðja Klaudia  Evrópu Unga Fólksin verkefnin er fjármögnuð með styrk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þær upplýsingar sem hér koma fram lýsa aðeins viðhorfum höfunda. Framkvæmdastjórnin tekur ekki ábyrgð á hvernig upplýsingar sem hér er að finna eru notaðar.