Kjötsúpa á bóndadaginn - skráning!

Í fyrra kom samfélagið hér saman og studdi rausnarlega við viðhaldsvinnuna uppi í Lögmannshlíðarkirkju.
Þar erum við langt komin og munum segja frá stöðu framkvæmda í hádeginu á bóndadaginn þegar við endurtökum leikinn og bjóðum í kjötsúpu og tökum á móti frjálsum framlögum.
Við ætlum að vera með einfalda skráningu á viðburðinn í ár, svo að við getum haldið utan um þátttökuna en vonum að þið takið áfram vel í þetta verkefni og hjálpið okkur að koma Lögmannshlíðarkirkju í þannig ástand að fallega kirkjan okkar geti þjónað samfélaginu í þorpinu um ókomin ár.

Svo, verið velkomin hingað á bóndadaginn, 23. janúar, kl.12:00-13:30
Við tökum á móti frjálsum framlögum en skráið ykkur endilega hér að neðan.