Kirkjuþing fjallar um fjármál kirkjunnar

Kirkjuþing kemur saman til þingfundar á morgun, laugardaginn 15. desember kl. 9. Á dagskrá eru málefni sem varða fjármál þjóðkirkjunnar. Þingið mun að þessu sinni funda í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Listi yfir þingmál, gerðir þingsins, fréttir af þinginu og upptökur af umræðum er að finna á vef þingsins, www.kirkjuthing.is. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju situr þingið sem fulltrúi vígðra þjóna úr Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.