Kirkjustarf á kóvíd tímum

Breytingar á dagskrá októbermánuðar.

Í ljósi aukinna samkomutakmarkana er dagskrá októbermánaðar komin í uppnám, við reynum að halda uppi ákveðnu kjarnastarfi og vonum að allt verði eðlilegt sem fyrst.

Engar sunnudagsguðsþjónustur verða í kirkjunni í október en helgistundir verða sendar út á facebook síðu kirkjunnar.

Hádegisbænastundirnar kl.12:00 á miðvikudögum verða áfram með breyttu sniði, við gætum að sóttvörnum og fjöldatakmörkunum, kaffisopi eftir helgistundina.

Stefnt er að því að barnastarf kirkjunnar haldi áfram í bili, TTT, Glerungar, Barna- og æskulýðskór og UD-Glerá. Sunnudagaskólinn verður áfram á sunnudagsmorgnum kl.11 en með grímuskyldu fyrir foreldra, auk fjarlægðar- og fjöldatakmarkana.

Foreldramorgnar og æfingar kirkjukórs falla niður næstu vikur.

Við förum varlega og komum okkur í gegnum þetta saman.

Góðar kveðjur úr Glerárkirkju