Átt þú barn í fyrsta til fjórða bekk? Tekur það þátt í tómstundastarfi? Eða ertu að leita að stað þar
sem barnið þitt getur notið sín, tekið þátt í leikjum, sungið og velt lífinu, tilverunni og Guði fyrir sér? Kynntu þér
Kirkjuklúbbinn!
Kirkjuklúbburinn er tómstundastarf fyrir börn úr fyrsta til fjórða bekk. Hópurinn hittist alla fimmtudaga í safnaðarsal Glerárkirkju.
Stundin byrjar klukkan hálf fjögur og henni líkur klukkan hálf fimm. Þátttaka er ókeypis.
Boðið er upp á fjölbreytta iðju, leiki, söng og margt annað sem eflir vináttu og styrkir einstaklinginn. Að sjálfsögðu er stutt helgistund
á sínum stað.
Það eru Andri, Magnús, Ragnheiður, Stefanía Tara og Anna Dúa sem sjá um Kirkjuklúbbinn. Gjarnan má hringja í Önnu Dúu
í síma 662-4590 til að fá nánari upplýsingar.
Auglýsing í lit á pdf-formi.